Börn á skemmtistað í miðbænum

Lögreglan var við eftirlit á skemmtistaðnum.
Lögreglan var við eftirlit á skemmtistaðnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á skemmtistað í miðbænum í nótt kom í ljós að þar voru of fáir dyraverðir við vinnu og inni á staðnum voru börn undir lögaldri.

Eiga forráðamenn skemmtistaðarins von á kæru vegna málsins og tilkynning var send til barnaverndar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is