Hæsta jólaskreytingin á Íslandi

Jólaljósin á Hvolsvelli sjálst langt að.
Jólaljósin á Hvolsvelli sjálst langt að. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson

Litríkt og ljósum prýtt fjarskiptamastur Mílu á Hvolsvelli, sem er 45 metra hátt og gnæfir yfir kauptúnið, kemur væntanlega sterkt inn í myndina sem besta jólaskreyting ársins 2022.

„Spíran okkar hér á Hvolsvelli er svipuð og Eiffel-turinn í París, þó hún sé ekki jafnhá. Þetta er líka aðeins minni staður en París þó hér sé svipuð hámenning og hjá þeim í Frakklandi,“ segir Þorsteinn Jónsson á Hvolsvelli. Hann er einn liðsmanna björgunarsveitarinnar Dagrenningar sem nú í vikunni settu jólaseríu í mastrið.

Vafðar snúrur

Snúrurnar í mastrinu eru vafðar um járnvirki og eru samanlagt 1.200 metra langar. Bjarki Hafberg Björgvinsson, Vignir Þór Sigurjónsson og Snædís Sól Böðvarsdóttir sáu um uppsetningu og fannst ekkert tiltökumál, enda öll kattliðug. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »