Kviknaði í út frá potti á eldavél

Töluverðar skemmdir urðu þegar eldur kviknaði í potti.
Töluverðar skemmdir urðu þegar eldur kviknaði í potti. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Töluverður erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólahringinn, en farið var í 131 útkall á sjúkrabílum.

Þá fóru dælubílar slökkviliðsins í sex útköll en í einu tifelli gleymdist pottur á eldavél með þeim afleiðingum að miklar skemmdir hlutust af.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk er jafnframt hvatt til að fara varlega og hafa reykskynjara í lagi.

mbl.is