Gríðarmikilvægt að efla Gæsluna

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Njáll Trausti Friðbertsson, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, varaformaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur gríðarlega mikilvægt að efla björgunargetu Landhelgisgæslu Íslands (LHG). Svæðið sem LHG ber ábyrgð á er nítján sinnum stærra en Ísland og spannar 1,9 milljónir ferkílómetra.

Í skýrslu forsætisráðherra um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum sem fjallað var um í Morgunblaðinu í síðustu viku kom fram að nauðsynlegt væri að leggja mat á viðbragðsgetu LHG og gera ráðstafanir til þess að tryggja betur vöktun.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert