Maraþonfundur stóð enn yfir

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kjaraviðræður VR, Landssambands verslunarmanna, samflots iðn- og tæknigreina og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara stóðu enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum í gærkvöldi. Fundurinn hófst klukkan tíu í gærmorgun.

Fulltrúar samninganefnda yfirgáfu einungis Karphúsið til þess að snæða kvöldverð. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði fyrir fundinn að búið væri að skipuleggja þéttan vinnudag, sem reyndist raunin.

Fulltrúar samninganefndanna hafa fundað linnulítið alla helgina og voru settir í fjölmiðlabann síðdegis á laugardegi.

Ríkissáttasemjari kvaðst aðspurður grípa til þessa ráðs til að gefa samninganefndunum næði til að vinna vinnuna sína.

Starfsgreinasambandið og SA náðu samkomulagi um nýjan skammtímakjarasamning 3. desember síðastliðinn, sem hefur verið gagnrýndur harðlega af forystumönnum Eflingar og VR.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert