Samningar náðust ekki eftir langa nótt

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjaraviðræðum VR, Landssambands verslunarmanna, samflots iðn- og tæknigreina og Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá ríkissáttasemjara lauk seint á fimmta tímanum í nótt án þess að skrifað væri undir samning.

Samninganefndir hafa verið boðaðar aftur á fund hjá ríkissáttasemjara klukkan 13 í dag, að því er RÚV greinir frá. Þar kemur fram að samkvæmt heimildum hafi fyrir nokkru náðst saman um helstu atriði nýs samnings.

Um 59 þúsund manns tilheyra félögunum sem standa að samningaviðræðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert