Stekkjastaur og félagar í Árbænum

Jólasveinarnir voru hressir í gær.
Jólasveinarnir voru hressir í gær. mbl.is/Óttar Geirsson

Jólaandinn sveif yfir vötnum á Árbæjarsafni í gær og einkenndist hann af jólaundirbúningi á gamla mátann. Mátti þar sjá fólk skera út laufabrauð, kemba ull og steypa tólgarkerti, auk þess sem hinir hressustu jólasveinar voru á vappi og spjölluðu við gesti og gangandi.

Um er að ræða jóladagskrá safnsins sem ber yfirskriftina Bráðum koma blessuð jólin. Fjöldi fólks lagði leið sína í Árbæinn og fékk jafnvel mynd með einhverjum sveinanna. Frítt var á safnið, þar sem verkefnið hlaut brautargengi í hverfakosningunni Hverfið mitt og fjárstyrk í kjölfarið.

Flugbjörgunarsveitin Reykjavík ákvað í fyrsta skipti að vera með jólatrjáasölu inni á safninu, sem vakti lukku og ýmsir ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi, enda styttist óðfluga í jólin.

Myndir frá Árbæjarsafninu:

mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík seldi jólatré á safninu.
Flugbjörgunarsveitin Reykjavík seldi jólatré á safninu. mbl.is/Óttar Geirsson
Það styttist í jólin. Allir fá þá eflaust eitthvað fallegt, …
Það styttist í jólin. Allir fá þá eflaust eitthvað fallegt, í það minnsta svona fínt kerti. mbl.is/Óttar Geirsson
Krakkarnir voru margir hverjir spenntir, enda ekki á hverjum degi …
Krakkarnir voru margir hverjir spenntir, enda ekki á hverjum degi sem maður sér jólasvein. mbl.is/Óttar Geirsson
Þá mátti sjá íslensku fjallkonunni bregða fyrir.
Þá mátti sjá íslensku fjallkonunni bregða fyrir. mbl.is/Óttar Geirsson
Nóg var af grenitrjám.
Nóg var af grenitrjám. mbl.is/Óttar Geirsson
Margir ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi.
Margir ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi. mbl.is/Óttar Geirsson
Stekkjastaur kom snemma til byggða til þess að hrekkja björgunarsveitarmenn.
Stekkjastaur kom snemma til byggða til þess að hrekkja björgunarsveitarmenn. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert