Telja að það komi til eignarnáms

Möstrin á Holtavörðuheiði eru líkt og á þessari mynd.
Möstrin á Holtavörðuheiði eru líkt og á þessari mynd. Ljósmynd/Landsnet

„Þetta er bara tímaskekkja, þetta á heima á hálendinu. Það er miklu skynsamlegra að fara yfir Kjöl, þar eru tvær línur fyrir og þetta myndi bara fara eftir þeim,“ segir landeigandi í Hvalfjarðarsveit.

Ráðgert er að Holtavörðuheiðarlína 1, loftlína, verði lögð á milli Klafastaða í Hvalfirði og að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði. Lagnaleiðin liggur að hluta til yfir eignarlönd í Hvalfirði og Borgarfirði. Landsnet hefur boðað fund með landeigendum í dag þar sem áformin verða kynnt betur.

Tveir landeigendur telja andstöðuna vera það mikla að ríkið þurfi að grípa til eignarnáms til þess að fá lagninguna í gegn. Annar þeirra segir í samtali við Morgunblaðið að það sé fráleitt að leggja þessa nýju línu við byggð. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert