Hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Unnur Karen

Hjúkrunarfræðingur hefur verið ákærður fyrir manndráp á geðdeild Landspítalans. Hún er sökuð um að hafa banað sjúklingi á spítalanum með því að neyða ofan í hann mat með þeim afleiðingum að hann kafnaði.

Á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að héraðssaksóknari hafi fyrir tveimur vikum gefið út ákæru á hendur hjúkrunarfræðingnum sem áður starfaði á geðdeild 33C á Landspítalanum, fyrir manndráp og brot í opinberu starfi.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu til­kynnti í ágúst í fyrra að hún hefði til rann­sókn­ar and­lát konu á sex­tugs­aldri sem hefði látist á Land­spít­al­an­um fyrr í mánuðinum.

Síðar hef­ur komið fram að hjúkr­un­ar­fræðing­ur á Land­spít­al­an­um hafi verið grunaður um mann­dráp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert