Rakaskemmdir í tveimur grunnskólum Garðabæjar

Rakaskemmdir hafa fundist í tveimur grunnskólum í Garðabæ.
Rakaskemmdir hafa fundist í tveimur grunnskólum í Garðabæ. mbl.is

Vísbendingar eru um rakaskemmdir á afmörkuðum svæðum í Flataskóla í Garðabæ samkvæmt niðurstöðum sýnatöku verkfræðistofunnar Mannvits. Mbl.is hefur áður greint frá myglu í Hofsstaðaskóla, sem er einnig í Garðabæ. 

Á fund bæjarráðs Garðabæjar í gær gerði verkfræðingur frá Mannviti nánar grein fyrir niðurstöðum sýnatöku í báðum skólunum.

Í greinargerðum Mannvits vegna myglugróa í báðum skólunum segir að mikilvægt sé að gripið sé til aðgerða við að fjarlægja skemmt byggingarefni og lagfæra. 

Fyrirhugað er að fara í frekari sýnatökur í Hofsstaðskóla og heildstæða úttekt í Flataskóla.

Hofsstaðaskóli í Garðabæ.
Hofsstaðaskóli í Garðabæ. Ljósmynd/Aðsend

Þá var farið yfir uppfært verkferli vegna aðgerða og viðbragða við rakaskemmdum í húsnæði stofnana bæjarins á fundi bæjarráðs. 

„Bæjarráð leggur áherslu á að fram fari vönduð heildarúttekt á húsnæði skólanna og ástand einstakra rýma skoðað m.t.t. til vísbendinga um mögulegar rakaskemmdir. Bæjarráð telur mikilvægt að unnið sé eftir uppfærðu verkferli og að starfsmenn, foreldrar og nemendur fái reglubundnar upplýsingar um stöðu mála. Þá áréttar bæjarráð að í samþykktri fjárhagsáætlun 2023 er gert ráð fyrir fjármagni til endurbóta á húsnæði stofnana bæjarins,“ segir í fundargerð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert