Aftur krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum

Aftur hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum tveimur.
Aftur hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir mönnunum tveimur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aftur hefur verið krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir tveimur mönnum sem ákærðir eru í hryðjuverkamálinu. Það gerði héraðssaksóknari síðdegis í dag.

Dómari hefur tekið sér frest til morguns til þess að kveða upp úrskurð í málinu að því er Sveinn Andri Sveinsson lögmaður mannanna staðfestir í samtali við mbl.is. Rúv greindi fyrst frá.

Krafist varðhalds vegna almannahagsmuna

Nú er varðhaldskrafan byggð á annarri lagagrein sakamálalaga, 2. mgr. 95. gr., sem hljóðar svo:

Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.

Mönnunum var sleppt úr haldi síðasta þriðjudag eftir að Landsréttur felldi úr gildi úrskurð héraðsdóms en þá krafðist lögregla varðhaldsins á þeim grundvelli að mennirnir væru hættulegir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert