Flugfært en ekki ökufært

Víða hefur verið ófært vegna veðursins, þar á meðal á …
Víða hefur verið ófært vegna veðursins, þar á meðal á Reykjanesbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hægt hefði verið að halda úti fullri starfsemi á Keflavíkurflugvelli í gær og fyrradag, fyrir utan stutt tímabil aðfaranótt þriðjudagsins. Lokun Reykjanesbrautar varð aftur á móti til þess að öllu flugi var aflýst í fyrradag og hluta gærdagsins. Fólk komst ekki á völlinn vegna lokunarinnar og gátu starfsmenn sömuleiðis ekki ferðast til vinnu um Reykjanesbrautina, sem olli undirmönnun á vellinum.

„Það sem breytist í veðuraðgerðastjórninni hjá okkur er að við munum fá Vegagerðina í samstarf til framtíðar,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Morgunblaðið.

Vegagerðin ákvað ekki í tómarúmi að loka Reykjanesbrautinni í fyrradag, þar sem það þótti nauðsynlegt til að tryggja öryggi þar að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, G. Péturs Matthíassonar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert