Geymsluþol Covid-19 bólefnis lengist

Heilbrigðisstarfsmaður heldur á bóluefninu Comirnaty sem Pfizer og BioNTech standa …
Heilbrigðisstarfsmaður heldur á bóluefninu Comirnaty sem Pfizer og BioNTech standa að. AFP

Pfizer og BioNTech, markaðsleyfishafar Covid-19 bóluefnisins Comirnaty, hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun Íslands tilkynnt um nýtt geymsluþol fyrir bóluefnið við ofurlágt hitastig innan Evrópska efnahagssvæðisins. Geymsluþolið eykst um sex mánuði.

Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til heilbrigðisstarfsmanna á dögunum. 

Geymsluskilyrði lyfjanna eru óbreytt og skal geyma þau frá 90 stiga frosti upp í 60 stiga frost. Upplýsingar um bóluefnið hafa þó verið uppfærðar með nýju geymsluþoli fyrir frosin hettuglös sem lengist úr 12 mánuðum í 18 mánuði.

Þá er tekið fram í bréfinu til heilbrigðisstarfsmanna að lenging geymsluþolsins eigi aðeins við um hettuglös sem eru framleidd eftir dagsetningu samkomulags fyrirtækjanna og Lyfjastofnunar Evrópu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert