Réttindi aukin og lífeyrir mun hækka á nýju ári

Hækkar um 7,18% hjá LV og 10,5% hjá 67 ára …
Hækkar um 7,18% hjá LV og 10,5% hjá 67 ára í Gildi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur staðfest samþykktarbreytingar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna LV (live.is) og er unnið að innleiðingu breytinga á kjörum sjóðfélaga sem taka gildi um næstu áramót. Stjórn og ársfundur lífeyrissjóðsins samþykktu þessar breytingar í vor og stóð til að þær tækju gildi í september.

Helstu breytingar sem verða hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna um áramótin eru þær að lífeyrisgreiðslur munu hækka um 7,18%. Makalífeyrir mun lengjast. Þá verður endurútreikningur tíðari en nú og þar með verða betri réttindi þeirra sem eru á eftirlaunum samhliða vinnu, að því er segir á heimasíðu LV.

Hægt verður að hefja töku eftirlauna frá 60 ára aldri, í stað 65 ára aldurs áður. Þá mun taka styttri tíma að endurávinna sér framreikning vegna áfallaverndar.

10,5% hækkun hjá Gildi

Ráðuneytið staðfesti breytingar á samþykktum lífeyrissjóðsins Gildis þann 13. desember. Því munu lífeyrisgreiðslur fyrir janúarmánuð 2023 til ellilífeyrisþega 67 ára og eldri og örorku- og makalífeyrisþega hækka um 10,5%. Greiðsla í lok janúar mun því hækka sem þessu nemur hjá þorra þeirra sem fá greiddan lífeyri úr sjóðnum.

Nánari umfjöllun um málið má lesa í Morgunblaðinu 20. desember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert