15 hross urðu undir snjóflóði

Þegar björgunarsveitir komust að hrossunum kom í ljós að þau …
Þegar björgunarsveitir komust að hrossunum kom í ljós að þau voru öll dauð. Ljósmynd/Björgunarsveitin Þorbjön

15 hross urðu undir snjóflóði sem féll í hádeginu í dag á milli bæjanna Stekkjarbóls og Hólkots í Unadal austur af Hofsósi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi var boðuð út, en þegar björgunarmenn komust að hrossunum voru þau öll dauð.

mbl.is