Í það minnsta 20 jólabörn fædd í ár

Jólabarn. Níu barnanna fæddust á aðfangadag áður en klukkan sló …
Jólabarn. Níu barnanna fæddust á aðfangadag áður en klukkan sló sex. mbl.is/Sigurður Bogi

20 jólabörn fæddust hér á landi dagana 24.-26. desember, þar af ellefu frá því að klukkan sló sex á aðfangadagskvöld.

Flest fæddust þau á fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík, þar sem níu börn fæddust á aðfangadag og fimm börn á aðfangadagskvöld, jóladag og annan dag jóla. Á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri fæddust fimm börn; þrjú á jóladag og tvö á annan dag jóla en ekkert á aðfangadag.

Á Austurlandi fæddist eitt barn á aðfangadagskvöld. Þá fæddist eitt barn á fæðingarstofu Bjarkarinnar rétt fyrir miðnætti aðfangadags. Ekkert barn fæddist á Suðurnesjum yfir jólin. Hvorki náðist í heilbrigðisumdæmi Vesturlands, Suðurlands né Vestfjarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert