Ófleygur fálki í sjúkraþjálfun

Ljúfa og Heregová bregða á leik á flugæfingu.
Ljúfa og Heregová bregða á leik á flugæfingu. Ljósmynd/Náttúrufræðistofnun

Íslendingar nutu góðs af kunnáttu Teréziu Teriko Hegerovu, fálkatemjara frá Slóvakíu, þegar sinna þurfti ófleygum fálka sem fannst í Flatey á Breiðafirði síðsumars.

Unnið mikið með fálka

Hegerová var í starfsþjálfun hjá Náttúrufræðistofnun Íslands en svo heppilega vildi til að hún hefur unnið mikið með fálka. Eftir nokkrar rannsóknir voru dýralæknar sammála um að um gamla áverka væri að ræða og fálkinn væri því ekki kvalinn. Hófst þá sjúkraþjálfun ef svo má segja í nóvember.

Hegerová var reiðbúin að taka að sér endurhæfinguna en gerði það í samvinnu við Elísabetu Hrönn Fjóludóttur, dýralækni hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert