Fjöldi fólks hyllir Bolsonaro í Flórída

Ljósmynd/Matthías Johannessen

Jair Messias Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, var ekki viðstaddur þegar arftaki hans Luiz Inacio Lula da Silva tók við embætti í dag þar sem hann er staddur í Encore á Flórída í Bandaríkjunum.

Telja hinn sanna forseta vera staddan í Flórída

Samkvæmt sjónarvottum hefur stuðningsfólk fyrrverandi forsetans safnast saman fyrir utan dvalarstað Bolsonaro og hrópað „El Presidente!”

Bolsonaro viðurkenndi ekki sigur Lula en sagðist heimila stjórnarbreytingu þá sem niðurstöður kosningarnar boðuðu, af virðingu við stjórnarskrá ríkisins.

Bifreið Bolsonaro-fjölskyldunnar.
Bifreið Bolsonaro-fjölskyldunnar. Matthías Johannessen

Keyra um á hvítum jeppa

Á milli þess sem fólk safnast saman fyrir utan dvalarstað Bolsonaro keyrir fjölskylda hans um á hvítum jeppa sem sést á myndinni.

Bolsonaro flúði til Bandaríkjanna eftir að hafa tapað kosningabaráttu sinni við da Silva sem er iðulega kallaður Lula. Einn hundraðshluti skildi Bolsonaro og Lula að eftir að öll atkvæði höfðu verið talin.

Ljósmynd/Matthías Johannessen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert