Fjórir riddarar úr sömu fjölskyldu

Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson eu hjón og …
Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson eu hjón og geta nú bæði skartað riddarakrossi við hátíðleg tilefni. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona var í dag sæmd riddarakrossi og var þar með sú fjórða úr sinni fjölskyldu til að hljóta þessa viðurkenningu. 

Viðurkenninguna hlaut hún fyrir framlag sitt til leiklistar- og sjónvarpsþátta og kvikmyndagerðar. 

Gísli Örn Garðarsson, eiginmaður hennar, var sæmdur riddarakrossi árið 2010, fyrir framlag sitt sem leikstjóri til íslenskrar og alþjóðlegrar leiklistar. 

Systir Gísla og þar með mágkona Nínu Daggar, Rakel Garðarsdóttir, var sæmd riddarakrossi í fyrra, árið 2021, fyrir framlag til að efla vitund um matarsóun, betri nýtingu og umhverfismál. 

Amma Nínu Daggar, Sólveig Guðlaugsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, var sæmd riddarakrossi fyrir framlag til heilbrigðismála og umönnunar ungmenna árið 2010. 

Uppfært kl. 22:09 og fyrirsögn leiðrétt.
Rakel Garðarsdóttir er systir Gísla Arnar Garðarssonar.
Rakel Garðarsdóttir er systir Gísla Arnar Garðarssonar. Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert