Ekki skimað nema í Evrópusamstarfi

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.
Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum ekki búin að taka neinar ákvarðanir um að gera það. Við höfum yfirleitt fylgt Evrópu og Norðurlöndunum þegar kemur að þessu,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir um möguleikann á því að farþegar frá Kína verði skimaðir á landamærunum fyrir kórónuveirunni. Mikið var slakað á sóttvarnatakmörkunum í Kína á dögunum og eru því ferðamenn frá Kína farnir að ferðast víðs vegar um heiminn á nýjan leik.

Aðspurð segir Guðrún þó að sá möguleiki að skima á landamærunum verði ræddur á komandi dögum en að það muni ráðast af Evrópusamstarfi hvort það verði á endanum gert.

Stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni hafa öll tekið ákvörðun um að skylda farþega sem koma frá Kína til að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi til að hljóta inngöngu í löndin.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert