Mygla í grunnskóla og íþróttahúsi Eskifjarðar

Grunnskóli Eskifjarðar.
Grunnskóli Eskifjarðar. Ljósmynd/Fjarðabyggð

Mygla hefur fundist í húsnæði grunnskóla Eskifjarðar og íþróttahúsi staðarins. Þetta er ljóst af sýnum sem þar voru tekin fyrir áramót, en niðurstöður þeirra fengust í gærkvöldi.

Austurfrétt greinir frá þessu en í umfjöllun miðilsins er tekið fram að Eskfirðingar hafi þrýst á aðgerðir eftir ítrekuð lekavandamál í húsunum, sérstaklega í íþróttahúsinu að undanförnu.

Stefnt að fundi í næstu viku

Haft er eftir tilkynningu frá Farðabyggð, sem send var út fyrr í dag, að í skólanum hafi greinst mygla í fundarherbergi, anddyri á annarri hæð skólans og í einni kennslustofu, sem tekin var úr notkun í haust vegna gruns um myglu.

Í tilkynningunni kemur fram að vinnan verði í nánu samstarfi við sérfræðinga Eflu, skólastjórnendur, foreldra, nemendur og starfsfólk skólans. Stefnt er að fundi í næstu viku með starfsfólki og sérfræðingum Eflu.

Nánari umfjöllun á vef Austurfréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert