Þorrablótin í ár munu slá öll met

Nú er allt til reiðu hjá Jóhannesi þorrakóngi og hans …
Nú er allt til reiðu hjá Jóhannesi þorrakóngi og hans fólki. mbl.is/Árni Sæberg

„Það stefnir í gríðarlega öfluga þorrahátíð, ég hef aldrei verið jafn spenntur,“ segir Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi. Þorrinn hefst á bóndadaginn, föstudaginn 20. janúar, en fyrstu þorrablótin verða haldin viku fyrr.

Jóhannes talar af reynslu. Hann hefur staðið yfir súrtunnunum í tæpa hálfa öld. Hefur verið þorrakóngur allan tímann, jafn lengi og Karl Gústaf Svíakonungur, sem tók við krúnunni árið 1973.

Þorrablótin eru gríðarlega vinsæl um land allt. Tvö síðustu árin fóru hins vegar í vaskinn vegna Covid.

En nú er ekkert því til fyrirstöðu að halda þorrablót og mikill hugur í fólki. Flest íþróttafélögin á höfuðborgarsvæðinu halda fjölmenn þorrablót og er uppselt á flest þeirra nú þegar. Jóhannes og hans fólk koma á staðinn og sjá um veislurnar frá a til ö. Venjulega er maturinn lagður í súr í september, 10 tonn, en að þessu sinni bættu kokkarnir í Múlakaffi aðeins í, töldu það vissara vegna þess hve langt hlé hafði orðið á þorrablótum hér á landi.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert