Yfir sjötíu bifreiðum var fylgt yfir Mosfellsheiði til Þingvalla í kvöld og margar þeirra voru losaðar úr snjó.
Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að aðgerðum sé lokið og fólk hafi safnast saman við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum. Fyrr í kvöld var veginum lokað þar sem fjölmargir bílar sátu þar fastir í slæmu skyggni.
„Björgunarsveitir fylgdu svo bílalest þaðan niður á Suðurlandsveg við Selfoss, en margir hugðust fara Hellisheiði til Reykjavíkur,“ segir í tilkynningunni.