Óku inn í Úkraínu á aðfangadagskvöld

„Ég mun aldrei gleyma þessu aðfangadagskvöldi,“ segir Karl Garðarsson um nýliðna hátíð. Um það leyti sem þorri þjóðarinnar var að setjast niður til að gæða sér á jólamatnum á aðfangadagskvöld silaðist rúta yfir landamæri Póllands og Úkraínu. Karl og fjölskylda hans voru um borð og þau óku inn í kolsvart myrkur og stríð.

Karl er gestur Dagmála í dag og segir frá ferð fjölskyldunnar, yfir jól og áramót í stríðshrjáðu landi. Þau hjónin voru í nokkra mánuði að takast á við hvort þau ættu að fara eða ekki og alveg fram á síðasta dag fylgdust þau vandlega með fréttum af stríðinu.

Karl ræðir stríðið, framgang þess og sína upplifun af því að dvelja í landinu. Hvenær lýkur þessu stríði? Getur því yfir höfuð lokið á næstunni? Hvert er áróðursstríðið sem bæði lönd reka? Voru þau hrædd? Verður kjarnorkuvopnum beitt? Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem hann reynir að svara í þætti dagsins.

Kona Karls er frá Úkraínu og þau fóru til móts við hennar fjölskyldu til að halda sameiginleg jól. Áskrifendur geta nálgast þáttinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert