„Rússar segja stríðið vera við NATO“

Gestur Dagmála í dag fylgist grannt með framgangi stríðsins í Úkraínu. Karl Garðarsson er nýkominn frá hinu stríðshrjáða landi, þar sem hann dvaldist með fjölskyldu sinni yfir hátíðirnar. Hann les bæði rússneska fjölmiðla og úkraínska á hverjum degi. „Rússneskir fjölmiðlar segja stríðið vera við NATO. Það er alveg ljóst í þeirra huga og það er sú mynd sem þeir teikna upp,“ segir Karl í spjalli um stríðsátökin.

Hann segir varnarbandalagið NATO óneitanlega vera í sérkennilegri stöðu í málinu og hann telur einu leiðina til að ljúka þessu stríði sé að NATO láti af sínum smáskammtalækningum sem felist í því að vera stöðugt að senda litlar sendingar af vopnum í stað þess að fara í að klára þetta í eitt skipti fyrir öll.

Á sama tíma óttast hann þá stöðu ef rússneski björninn upplifir sig króaðan af úti í horni og tap sé yfirvofandi. Karl telur að þá kunni að koma til þess að Rússar beiti staðbundnum kjarnorkuvopnum og hótanir í garð annarra nágrannaríkja kunni þá að verða að veruleika. Hann nefnir Pólland, Eystrasaltsríkin og Finnland í því samhengi.

Hér fylgir stutt brot úr þættinum en hann er aðgengilegur í heild sinni fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert