Sigmundi Davíð líkt við Hitler og Mussolini

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýnir kennara í Verzlunarskóla Íslands fyrir að líkja sér við fasistaleiðtogana Adolf Hitler og Benito Mussolini.

Sigmundur deilir á Facebook mynd af glæru, sem hann segir að kennari í skólanum hafi sýnt í kennslustund. 

Á glærunni er samsett mynd af Hitler, Mussolini og Sigmundi Davíð, undir yfirskriftinni: „Nokkrir merkir þjóðernissinnar“.

Veldur áhyggjum

Sigmundur segir að svo virðist em pólitískur áróður hafi tekið við af fræðslu í Verzlunarskólanum. Mennirnir tveir sem honum sé líkt við hafi verið ómerkilegir og stjórnarfar þeirra eitthvert óhugnanlegasta dæmi um öfgar í mannskynssögunni.

Fyrir mann sem hefur frá upphafi verið í pólitík ekki hvað síst vegna trúar á skynsemishyggju og andúðar á hvers konar öfgum veldur ósvífin vanþekking eða illgirni eins og birtist í þessari kennslustund mér áhyggjum. Fyrst og fremst vegna þess að ég óttast hvaða önnur innræting eigi sér stað í skólunum,“ segir fyrrverandi forsætisráðherrann.

mbl.is

Bloggað um fréttina