20 manns á leið í skemmtiferð

Rútan fór út af veginum við Draugahlíðabrekku vestan við Þrengslavegamót.
Rútan fór út af veginum við Draugahlíðabrekku vestan við Þrengslavegamót. Skjáskot/Vegagerðin

Um 20 farþegar voru í rútu frá Bus4U sem fór út af veginum rétt vest­an við Þrengslaveg í morgun. Íris Sigtryggsdóttir, rekstrarstjóri Bus4U, segir í samtali við mbl.is að engan hafi sakað og þá sé rútan einnig óskemmd. 

Um var að ræða hóp frá starfsmannafélagi sem í skemmtiferð á leið á Flúðir. 

Hálka er a veginum og segir Íris að svæðið þar sem rútan fór út af sé þekkt fyrir sterkar vindhviður.

Íris telur að vel hafi farið um alla í rútunni á meðan beðið var eftir annarri rútu og allir hafi verið rólegir. Farþegarnir eru nú komnir á áfangastað. 

Lítið um slys

Hún segir að nú sé unnið að því að draga rútuna aftur upp á veg. 

Spurð hvort að rútur frá fyrirtækinu hafi lent í fleiri hálkuslysum undanfarinn mánuð segir Íris að sem betur fer hafi svo ekki verið.  

„Við höfum verið heppin. Auðvitað er þetta búið að vera óvenjulegt veðurfar og ekki útlit fyrir að því ljúki neitt í bráð sýnist mér. Okkar bílstjórar reyna eftir fremsta megni að aka eftir aðstæðum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert