Flóttafólkið mun breyta litlu þorpi

Horft yfir Laugarvatn. Til stendur að hýsa flóttafólkið í stóru …
Horft yfir Laugarvatn. Til stendur að hýsa flóttafólkið í stóru byggingunni sem er fyrir miðri mynd. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Auðvitað mun eitthvað breytast í litlu 200 manna þorpi þegar íbúum fjölgar um fjórðung, þar sem í hlut á fólk sem á rætur í sínar í fjarlægu landi.

Við höfum því óskað eftir svörum frá stjórnvöldum hvað raunverulega standi til og hvernig sveitarfélagið þurfi að bregðast við,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð.

Sveitarfélagið vill svör

Til stendur að fólk sem til Íslands kemur og óskar eftir alþjóðlegri vernd fari í búsetu á Laugarvatni. Þetta er skv. ákvörðun Vinnumálastofnunar sem annast þjónustu við þennan hóp.

Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri í Bláskógabyggð.
Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri í Bláskógabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Til stendur að hýsa fólkið í heimavistarhúsi Háskóla Íslands, byggingu þar sem áður var íþróttakennara- og þar áður húsmæðraskóli. Viðhaldi á byggingunni hefur lítið verið sinnt síðustu ár og efasemdir eru um að húsnæðið sé í lagi og boðlegt til búsetu, herma heimildir Morgunblaðsins.

Miðað er við að Laugvetningarnir væntanlegu verði einkum barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »