Gera úrslitatilraun

Sólveig Anna, formaður Eflingar.
Sólveig Anna, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilboð Eflingar til SA í yfirstandandi kjaradeilu rennur út á hádegi í dag. Tekið er fram að hafni SA tilboðinu „sem grundvelli frekari viðræðna“ muni félagið hefja undirbúning verkfallsaðgerða.

Boðað er til sáttafundar kl. 11. Komi til verkfallsaðgerða geta þær haft mikil og víðtæk áhrif en félagsmenn Eflingar sem samningarnir ná til eru um 21 þúsund og starfa m.a. í flutningum, á hótelum og veitingahúsum, við byggingarvinnu og ræstingar.

„Við komum þarna til móts við SA og vonum auðvitað að samtökin skoði tilboðið, sjái að það er gott og að best er fyrir alla að það verði samþykkt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Spurð hvort félagið standi vel að vígi ef til aðgerða kemur svarar hún: „Já, við eigum góðan verkfallssjóð og svo eigum við niðurstöður kjarakönnunar Eflingar, sem náði til stórs hóps, og þar var metþátttaka. Hún sýndi fram á það að Eflingarfólk skilur að ef viðsemjendur hlusta ekki á eðlilegar og sanngjarnar kröfur, þá þarf stundum að beita verkfallsvopninu. Fólk er til í það.“ Skv. seinasta ársreikningi Eflingar voru rúmir þrír milljarðar í vinnudeilusjóði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert