Fullyrðingar Eflingar í besta falli villandi

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður SA í baksýn. mbl.is/Hákon

Tilboð Eflingar er langt utan þess ramma sem samningur Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins markar. Myndi samningur á grundvelli tilboðs Eflingar setja alla aðra samninga í uppnám. Þá eru fullyrðingar Eflingar um nýlega kaupamáttarþróun í besta falli villandi en í versta falli rangar. 

Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins þar sem farið er yfir meginástæður þess að SA höfnuðu móttilboði Eflingar á fundi með ríkissáttasemjara í gær, sem leiddi í kjölfarið til viðræðuslita. Efling hefur í framhaldinu boðað undirbúning verkfallsaðgerða.

Samanburður á tilboði Eflingar og kjarasamningum SA og SGS.
Samanburður á tilboði Eflingar og kjarasamningum SA og SGS. Skjáskot/Samtök atvinnulífsins

Tilboð Eflingar er í stuttu máli langt út fyrir ramma annarra kjarasamninga og er þar nærtækast að bera tilboðið við samning SGS. Mestu munar um að taxtahækkanir að meðtalinni svokallaðri framfærsluuppbót eru meira en 50% meiri hjá Eflingu en í tilfelli SGS. Að auki er markverður munur á nokkrum öðrum þáttum, þar sem færsla tiltekinna starfa upp um launaflokka vegur þyngst,“ segir á vef SA.

Einnig kemur fram að forsenda kröfu Eflingar um sérstaka framfærsluuppbót fyrir verkafólk á höfuðborgarsvæðinu standist enga skoðun. Auk þess muni SA aldrei taka þátt í því að draga þjóðina í dilka eftir búsetu líkt og Efling krefst.

„Þá má einnig benda á að kostnaðarmat SA á tilboði Eflingar er nærri tvöfalt meira en kostnaðarmat við nýgerða kjarasamninga SA og VR,“ segir á vef SA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert