Tveggja stafa frosttölur um helgina

Spáð er 14 stiga frosti á laugardaginn.
Spáð er 14 stiga frosti á laugardaginn. mbl.is/Hákon

Ekki sér fyrir endann á kuldatíð vetrarins og hafa fyrstu tíu dagar janúarmánaðar verið að minnsta kosti -3,2 stigum kaldari en sömu dagar síðastliðna tvo áratugi.

Útlit er fyrir að frost fari í 14 gráður í Reykjavík á laugardagskvöld. Á morgun er spáð 4 stiga frosti og á föstudag 6 stiga frosti í höfuðborginni.

Hiti fer víðar lækkandi um helgina. Á laugardag er er spáð 5 til 7 stiga frosti í Bolungarvík, 6 til 11 stiga frosti á Akureyri, 9 til 11 stiga frosti á Egilsstöðum og 8 til 16 stiga frosti á Kirkjubæjarklaustri. 

Kaldur janúar

Fyrstu tíu dagar janúarmánaðar hafa verið kaldir um meginhluta landsins og var meðalhiti í mánuðinum í Reykjavík 2,4 stiga frost. Það er -3,2 stigum kaldara en sömu dagana á árunum 1991 til 2020 og -3,9 stigum kaldara en meðaltal síðustu ára, að því er fram kemur á veðurbloggi Trausta Jónssonar veðurfræðings, Hungurdiskum.

Á Akureyri er meðalhiti nú 2 stiga frost, sem er -1,4 stigum fyrir neðan meðalhita á árunum 1991 til 2020 og -2,6 stig neðan meðallags síðustu ára.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert