Sigurður skipaður forstjóri Sjúkratrygginga

Sigurður H. Helgason.
Sigurður H. Helgason. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð H. Helgason í embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.

Sigurður hefur störf 1. febrúar, en hann hefur gegnt embætti skrifstofustjóra skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2013.

Skipunin er gerð á grundvelli heimildar í 36. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur Sigurður verið fluttur úr embætti skrifstofustjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, að því er fram kemur í tilkynningu.

Sigurður tekur við embættinu af Maríu Heimisdóttur sem hefur gegnt embætti forstjóra frá árinu 2018, en hún sagði upp starfi sínu í desember vegna vanfjármögnunar stofnunarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert