Hættir í tilgangslausum rýnihópi

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hefur sagt sig úr rýnihópi Reykjavíkurborgar um hlutafjáraukningu Ljósleiðarans, þar sem hún telur hann engum tilgangi þjóna. Hópurinn fær ekki að sjá viðskiptasamning við Sýn þar sem áformað er að útvíkka þjónustusvæði Ljósleiðarans, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.

„Það vekur þá grundvallarspurningu hvers vegna hlutafjáraukning er nauðsynleg. Þá kemur í ljós að unnið er að stórum viðskiptasamningi við Sýn. Til þess að uppfylla þann samning þarf umtalsverða hlutafjáraukningu hjá Ljósleiðaranum,“ segir Marta. Hvorki rýnihópurinn, sem settur var á fót í október, né stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur fengið að sjá samninginn. Meirihluti stjórnarinnar hafi þó lagt blessun sína yfir samninginn, án þess að hafa séð hann.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert