Nýi fjölmiðillinn nefnist Heimildin

Þórður Snær og Ingibjörg Dögg.
Þórður Snær og Ingibjörg Dögg. Samsett mynd

Nýr sameinaður fjölmiðill Stundarinnar og Kjarnans sem fór í loftið í morgun nefnist Heimildin.

Rit­stjór­ar eru þau Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir og Þórður Snær Júlí­us­son.

„Um er að ræða tvö fjölmiðlafyrirtæki sem voru stofnuð út frá svipuðum forsendum og hugmyndafræði, um að sækja vald sitt og rekstrargrundvöll fyrst og fremst til lesenda. Með því er boðið upp á mótvægi við þá skekkju sem myndast hefur á íslenskum fjölmiðlamarkaði,“ segir í leiðara fjölmiðilsins. 

12 blaðamenn starfa á ritstjórninni og mun þeim fjölga á næstunni. 

mbl.is