Látin laus að loknum skýrslutökum

Sérsveitin var kölluð á vettvang á föstudagskvöld.
Sérsveitin var kölluð á vettvang á föstudagskvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir karlmenn og kona sem voru handtekin á hóteli í miðbæ Reykjavíkur með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum voru látin laus seinnipartinn í gær að loknum skýrslutökum.

Að sögn Ásmundar Rúnars Gylfasonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er málið enn í rannsókn.

Spurður segir hann ekki um erlenda ferðamenn að ræða. Engin krafa var gerð um gæsluvarðhald yfir fólkinu.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang vegna málsins. 

Kringlan.
Kringlan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Beitti ofbeldi í Kringlunni

Ásmundur Rúnar staðfestir einnig að lögreglan hafi verið kölluð til í Kringluna seinnipartinn í gær vegna aðila sem hafði beitt þar ofbeldi.

Hann var yfirbugaður af öryggisvörðum.

mbl.is