Læknir í miðju stríði

Margrét Sigurðardóttir var á Íslandi um hátíðarnar en er aftur …
Margrét Sigurðardóttir var á Íslandi um hátíðarnar en er aftur farin út. mbl.is/Árni Sæberg

„Hvergi hef ég séð jafn veik börn og þau sem ég sinni í Suður-Súdan. Sárt er að sjá hve veik börnin stundum eru og átakanlegt að geta ekki alltaf sinnt þeim jafn vel og við myndum vilja. Sem betur fer tekst þó margt vel og það gefur starfinu inntak og gleði,“ segir Margrét Sigurðardóttir Blöndal barnalæknir. Hún starfar á vegum samtakanna Læknar án landamæra í Suður-Súdan; í Afríkuríki þar sem borist er á banaspjót í borgarastyrjöld.

Hernaði og átökum hverskonar fylgir jafnan aukið álag á heilbrigðiskerfi hverrar þjóðar eins og Margrét hefur kynnst í störfum sínum. Þar hefur hún síðasta hálfa árið staðið vaktina í borginni Bentiu í Unity-fylki í norðurhluta landsins. Þar eru flóttamannabúðir en stærstur hluti sjúklinganna á sjúkrahúsinu sem Margrét starfar á kemur einmitt úr þeim ranni. Þá er herstöð Sameinuðu þjóðanna þarna skammt frá. Margrét var í stuttu fríi hér heima um hátíðarnar. Hún hélt aftur utan til starfa þarsíðasta fimmtudag og verður þar næstu þrjá mánuði.

„Á sjúkrahúsinu ytra starfa ég með fjölda fólks frá Suður-Súdan. Þetta er þjóð sem hefur þurft að mæta stórum vandamálum en samstarfsfólk mitt er ótrúlega fært og hefur tekið mér opnum örmum. Það sem þau hafa getað áorkað þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður er ótrúlegt. Verkefnin á sjúkrahúsinu eru fjölbreytt, svo sem sjúkdómar sem ekki þekkjast á Íslandi eins og malaría” segir Margrét. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 9. janúar. 

Í Suður-Súdan sem er í Mið-Afríku búa um tólf milljónir …
Í Suður-Súdan sem er í Mið-Afríku búa um tólf milljónir manna, þar af um hálf milljón í höfuðborginni. Þá er Suður-Súdan yngsta fullvalda ríki heims; fékk sjálfstæði frá Súdan í kjölfar þjóðkjörs árið 2011 og hefur nú öðlast almenna viðurkenningu annarra ríkja. Hins vegar fór fljótlega svo, eftir að landið fékk sjálfstæði, að þar hófust þjóðernisátök og borgarastríð. Þær skærur stóðu fram til ársins 2020 og einkennandi þar voru mannréttindabrot og þjóðernishreinsanir. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert