Skýrsla um Reykjanesbraut væntanleg í vikunni

Frá Reykjanesbraut fyrir jól.
Frá Reykjanesbraut fyrir jól. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfshópur sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði til að semja drög að áætlun til að takast á við aðstæður eins og sköpuðust á Reykjanesbraut fyrir jól stefnir á að senda frá sér skýrslu í þessari viku.

Þórmundur Jónatansson, upplýsingafulltrúi innviðaráðuneytisins, segir lokafrágang standa yfir. Skýrslan átti að koma út í lok síðustu viku en tafir hafa orðið á því. Þegar skýrslan verður tilbúin fær Sigurður Ingi hana í hendur og metur stöðuna í kjölfarið.

Starfs­hóp­ur­inn er skipaður full­trú­um frá Vega­gerðinni, rík­is­lög­reglu­stjóra og lög­reglu­stjór­an­um á Suður­nesj­um. Full­trúi frá innviðaráðuneyt­inu stýr­ir vinn­unni. Hlut­verk hóps­ins er að fara yfir það sem gerðist, greina at­b­urðarás­ina og hvað hefði bet­ur mátt fara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert