Ekki tímabært að breyta lögum um CBD-olíu

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Hákon

Matvælaráðuneytið mun ekki ráðast í breytingar á lögum um matvæli, löggum um ávana- og fíkniefni og lyfjalögum fyrr en niðurstaða starfshóps sem fjallar um málið liggur fyrir. 

Starfshópurinn telur að til þess að hægt sé að leggja mat á nauðsyn lagabreytinga þurfi niðurstaða Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) um leyfisveitingar vegna CBD-olíu að liggja fyrir. 

Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen um framgang vinnu starfshópsins. 

Þar segir að til skoðunar sé á vettvangi Evrópusambandsins að fella CBD-olíu undir nýfæðislöggjöf. 

Halldóra Mogensen.
Halldóra Mogensen. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannsóknir á dýrum sýna eiturverkanir

Til að verja neytendur fyrir mögulega hættulegum áhrifum af matvælum, sem ekki hafa verið á markaði í Evrópu, þarf að sækja um leyfi til að setja þau á markað. Liður í því ferli er álit Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA). Stofnunin er með 19 umsóknir vegna CBD til meðferðar og í júní sl. gaf stofnunin út yfirlýsingu þess efnis að enn skorti töluvert upp á ýmis gögn sem nauðsynleg eru til þess að meta öryggi CBD,“ segir í svarinu. 

Þá segir að meðal þess sem ekki liggur fyrir séu áhrif CBD á lifur, meltingarveg, innkirtlakerfi og taugakerfi í mönnum. „Þá sýna rannsóknir á dýrum verulegar eiturverkanir á æxlunarfæri. Í ljósi þessarar óvissu og skorts á gögnum getur EFSA ekki staðfest öryggi CBD sem nýfæðis.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert