Gul veðurviðvörun í öllum landshlutum á föstudag

Guð viðvörun vegna veðurs verður í gildi á öllu landinu …
Guð viðvörun vegna veðurs verður í gildi á öllu landinu á föstudag og laugardag. Kort/Veðurstofa Íslands

Gul veðurviðvörun verður í gildi í öllum landshlutum á föstudag og fyrri hluta laugardags og varar Veðurstofa Íslands við asahláku.

Viðvörun fyrir suðvesturhorn landsins tekur gildi klukkan fjögur aðfaranótt föstudags. Veðurstofan spáir suðaustan hvassviðri eða stormi um nóttina og 15 til 23 m/s.

Klukkan 14 á föstudaginn verður gul viðvörun í gildi fyrir allt landið. Hiti verður á bilinu fimm til níu stig og má búast við talsverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar, og vexti í ám og lækjum.

Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Þá er flughálka líkleg til að myndast á blautum klaka.

Á miðhálendinu er spáð suðaustan og sunnan stormi, 18 til 28 m/s, snjókomu og skafrenningi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert