Neituðu báðir sök í hryðjuverkamálinu

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson mættu í héraðsdóm frjálsir …
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson mættu í héraðsdóm frjálsir menn, en þeir eru þó ákærðir fyrir brot sem geta varðað lífstíðardóm. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka og aðilda að skipulagningu neituðu báðir sök varðandi hryðjuverkaliðinn við þingfestinu máls þeirra í dag. 

Mikill fjöldi fjölmiðlafólks er samankominn í Héraðsdóm Reykavíkur til að fylgjast með þingfestingunni.

Báðir ákærðu mættu fyrir dóm í dag. Þeir játa þó báðir nokkur brot á vopnalagabrotum, en hafna öðrum.

Ísidór játar sök á brotum við fíkniefnalög með því að hafa haft í fórum sínum fíkniefni og stera.

Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs og Ísidór með hulið andlit, …
Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs og Ísidór með hulið andlit, mættu í þingfestingu málsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sindri Snær Birgisson er ákærður fyr­ir til­raun til hryðju­verka og stór­felld brot gegn vopna­lög­gjöf. Ísidór Natansson er ákærður fyr­ir hlut­deild í til­raun til hryðju­verka og stór­felld brot gegn vopna­lög­gjöf. Voru þeir ákærðir fyr­ir brot á 100. grein a í hegn­ing­ar­lög­un­um en sam­kvæmt þeirri grein væri hægt að dæma þá til ævi­langs fang­els­is, verði þeir fundn­ir sek­ir.

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar og Sindri sem …
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar og Sindri sem hylur andlit sitt með gulri möppu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

100 gr. a hljóðar svo:

„Fyr­ir hryðju­verk skal refsa með allt að ævi­löngu fang­elsi hverj­um sem frem­ur eitt eða fleiri af eft­ir­töld­um brot­um í þeim til­gangi að valda al­menn­ingi veru­leg­um ótta eða þvinga með ólög­mæt­um hætti ís­lensk eða er­lend stjórn­völd eða alþjóðastofn­un til að gera eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórn­skip­un eða stjórn­mála­leg­ar, efna­hags­leg­ar eða þjóðfé­lags­leg­ar und­ir­stöður rík­is eða alþjóðastofn­un­ar:] 1)

  1. mann­dráp skv. 211. gr.,
  2. lík­ams­árás skv. 218. gr.,
  3. frels­is­svipt­ingu skv. 226. gr.,
  4. rask­ar um­ferðarör­yggi skv. 1. mgr. 168. gr., trufl­ar rekst­ur al­mennra sam­göngu­tækja o.fl. skv. 1. mgr. 176. gr. eða veld­ur stór­felld­um eigna­spjöll­um skv. 2. mgr. 257. gr. og þessi brot eru fram­in á þann hátt að manns­líf­um sé stefnt í hættu eða valdið miklu fjár­hags­legu tjóni,
  5. flugrán skv. 2. mgr. 165. gr. eða veit­ist að mönn­um sem stadd­ir eru í flug­höfn ætlaðri alþjóðlegri flug­um­ferð skv. 3. mgr. 165. gr.,
  6. brennu skv. 2. mgr. 164. gr., veld­ur spreng­ingu, út­breiðslu skaðlegra loft­teg­unda, vatns­flóði, skip­reika, járn­braut­ar-, bif­reiðar- eða loft­fars­slysi eða óför­um annarra slíkra far­ar- eða flutn­inga­tækja skv. 1. mgr. 165. gr., veld­ur al­menn­um skorti á drykkj­ar­vatni eða set­ur skaðleg efni í vatns­ból eða vatns­leiðslur skv. 1. mgr. 170. gr. eða læt­ur eitruð eða önn­ur hættu­leg efni í muni, sem ætlaðir eru til sölu eða al­mennr­ar notk­un­ar, skv. 1. mgr. 171. gr.

 Sömu refs­ingu skal sá sæta sem í sama til­gangi hót­ar að fremja þau brot sem tal­in eru í 1. mgr.]

Menn­irn­ir tveir voru hand­tekn­ir 21. sept­em­ber og sátu í varðhaldi fram til 13. des­em­ber þegar Lands­rétt­ur felldi úr gildi gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð yfir þeim frá því 9. des­em­ber. Var varðhaldskraf­an byggð á þeirri for­sendu að menn­irn­ir væru hættu­leg­ir.

Í fram­hald­inu fór sak­sókn­ari fram á varðhald að nýju, byggt á því að sterk­ur grun­ur væri um að þeir hefðu framið af­brot sem gætu varðað 10 ára fang­elsi og að varðhald væri nauðsyn­legt með til­liti til al­manna­hags­muna. Bæði Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur og Lands­rétt­ur höfnuðu hins veg­ar þeirri beiðni og eru menn­irn­ir því ekki í haldi í dag.

Í kjöl­far þess að menn­irn­ir voru látn­ir laus­ir og ákvörðunar Lands­rétt­ar hækkaði lög­regl­an viðbúnaðarstig sitt vegna hryðju­verka úr A í B. Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni sagði að um tíma­bundna ákvörðun væri að ræða og að viðbúnaðarstigið yrði metið reglu­lega. Það er grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra sem met­ur hættu­stig vegna hryðju­verka. Met­ur hún hættu­stigið á þriðja stigi, en það þýðir að deild­in meti það sem svo að auk­in ógn sé vegna þess að til staðar sé ásetn­ing­ur og geta og hugs­an­lega verið að skipu­leggja hryðju­verk. 

mbl.is