Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu fer fram í dag

Sakborningarnir fjórir huldu andlit sitt í héraðsdómi í dag.
Sakborningarnir fjórir huldu andlit sitt í héraðsdómi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í stóra kókaínmálinu svokallaða. Fjórir menn eru tald­ir hafa reynt að smygla inn tæp­lega 100 kg af kókaíni til lands­ins í timb­ursend­ingu.

Sakborningarnir huldu andlit sitt er þeir komu inn í dómssal í morgun en dómari í málinu tilkynnti að fjölmiðlum væri óheimilt að greina frá framgangi mála í dómsal fyrr en skýrslutöku í málinu væri lokið. Málið er á dagskrá dómstólsins til klukkan 16 í dag.

Menn­irn­ir eru all­ir ákærðir fyr­ir að hafa haft um­tals­verðar óút­skýrðar tekj­ur sem talið er að þeir hafi aflað sem ávinn­ings af refsi­verðum brot­um eða með öðrum ólög­mæt­um eða refsi­verðum hætti. Eru upp­hæðirn­ar frá 13 upp í 17 millj­ón­ir á hvern ein­stak­ling.

Efnin sem fundust í timbrinu. Kókaín sem hollenska lögreglan gerði …
Efnin sem fundust í timbrinu. Kókaín sem hollenska lögreglan gerði upptæk í timbursendingu - samtals 99,25 kg. Ljósmynd/Hollenska lögreglan

Sakborningarnir í málinu eru þeir sakaðir

  • Páll Jónsson timburinnflytjandi sem er á sjötugsaldri og á fyrirtækið „Hús og Harðviður“.
  • Daði Björnsson er á fertugsaldri en hann er einnig ákærður fyrir kannabisræktun og vörslu maríjúana.
  • Jóhannes Páll Durr er á þrítugsaldri og er best þekktur fyrir að hafa verið liðsstjóri ís­lenska landsliðsins í raffót­bolta.
  • Birgir Halldórsson er á þrítugsaldri.

Mennirnir hafa setið í gæsluvarðandi síðan þeir voru handteknir, 4. ágúst í fyrra. Enginn þeirra á að baki sakaferil að ráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert