Kuldakaflanum lýkur í dag

Frostakaflanum lýkur senn.
Frostakaflanum lýkur senn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kuldakaflanum sem staðið hefur linnulítið frá 7. desember lýkur í dag ef marka má skrif Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings. 

Hann greinir frá því á Facebook-síðu sinni í morgun í dag sé síðasti sólarhringurinn sem meðalhiti í Reykjavík fer niður fyrir -10°C. 

Einar hrósar Veitum Orkuveitunnar fyrir að hafa staðið sig prýðilega í að halda öllum húsum heitum „þennan myrkra tíma, þar sem enga hjálp var að hafa frá sólinni til upphitunar.“

„Ár og dagar frá því að við fengum hér suðvestanlands síðast svo eindreginn og langan frostakafla. Samanburður er ekki svo auðveldur, nokkrir vetur upp úr 1980 koma upp í hugann. Helst 1984, frá því um áramót og til 10. feb. Og síðan 1979. Þá var mjög kalt, og kaldara en nú frá því fyrir jól og fram í byrjun febrúar (slitinn af einni hláku). Síðan aftur allan mars. Þá var líka mikill hafís við landið. Reyndar líka 1984, þó hann hafi ekki verið landfastur þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert