Funda í fyrramálið um stöðuna

Búast má við talsverðu afrennsli vegna mikillar úrkomu og snjóbráðnunar.
Búast má við talsverðu afrennsli vegna mikillar úrkomu og snjóbráðnunar. mbl.is/Hari

Veðurspár virðast vera að ganga eftir og því er gert fyrir talsverðu afrennsli vegna mikillar úrkomu og snjóbráðnunar, ekki síst í ám og lækjum. 

Í tilkynningu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra segir að í kvöld sé tíminn til að huga vel að niðurföllum svo vatnið komist sína leið og þannig að hægt sé að koma í veg fyrir vatnstjón. Þá er varað við flughálku sem getur myndast við slíkar aðstæður.

Klukkan tíu í fyrramálið verður haldinn samráðsfundur með Veðurstofu Íslands þar sem farið verður yfir stöðuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert