Gæsluvarðhald yfir timburinnflytjandanum staðfest

Landsréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni.
Landsréttur staðfesti áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni. mbl.is/Hanna

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms í gær um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir timburinnflytjanda á sjötugssaldri í tengslum við stóra kókaínmálið.

Gæsluvarðhaldinu lýkur í síðasta lagi 13. febrúar.

Fjórir menn eru taldi hafa reynt að smygla inn tæplega 100 kg af kókaíni til landsins í timbursendingu.

Voru um umtalsverðar óútskýrðar tekjur

Mennirnir, sem eru á aldrinum 27 til 67 ára, eru allir ákærðir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots. 

Fjórmenningarnir eru ákærði fyrir að hafa umtalsverðar óútskýrðar tekjur sem talið er að þeir hafi aflað sér með ólögmætum hættu. Upphæðirnar eru frá 13-17 milljónir á haus.

Vitnaleiðslum yfir sakborningum lauk í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert