Fjórir fórust í krapaflóðunum 1983

Patreksfjörður. Auða svæðið í miðju er þar sem annað krapaflóðið …
Patreksfjörður. Auða svæðið í miðju er þar sem annað krapaflóðið fór yfir. Minnisvarðinn um þau sem létust er þríhyrndur og sést fyrir miðri myndinni. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Krapaflóðin sem féllu á Patreksfjörð 22. janúar 1983 eru fólki þar í fersku minni. Fjórir fórust í flóðunum og mikið eignatjón varð.

Óttast var að fleiri flóð kynnu að falla og var nánast allur bærinn rýmdur. Um 500 manns gistu í tveimur fjöldahjálparstöðvum og íbúðarhúsum á öruggum svæðum næstu nótt.

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að þegar bókin Krapaflóðin á Patreksfirði 1983 eftir Egil St. Fjeldsted kom út árið 2020 hafi meira verið talað um þennan atburð en nokkru sinni áður.

„Það var ekki áfallahjálp á þessum tíma og mörgum fannst að þetta hefði verið þaggað niður. Fólk vildi ekki tala um þetta og fannst að þetta væri bara liðið,“ segir Þórdís. Hún veit til þess að fólk hafi leitað sér hjálpar löngu eftir að krapaflóðin féllu.

Mun ýtarlegri umfjöllun má lesa á síðu 14 í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert