Mikil skráning í Reykjavík Bridgefestival

Leikfimi hugans.
Leikfimi hugans. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Bridsfélag Íslands stendur fyrir bridshátíð um aðra helgi, Reykjavík Bridge Festival.

Gríðarlega mikill áhugi er fyrir mótinu og eru þegar eru skráð 150 pör og tæplega 90 sveitir sem þýpar að um 700 manns séu skráðir til leiks. 

Stór hluti þátttakenda í mótinu kemur erlendis frá og athygli vekur að margir af betri spilurum heims eru skráðir til leiks. 

Ungar efnilegar landsliðskonur mæta á mótið.
Ungar efnilegar landsliðskonur mæta á mótið. Ljósmynd/Aðsend

Nokkuð er um að ungstirni í brids leggi land undir fót og taki þátt í mótinu. Þannig eru tveir spilarar í danska kvennalandsliðinu undir tuttugu ára skráðar til leiks og tveir þrettán ára spilarar sem fylgja feðrum sínum frá Danmörku. 

Í sitthvorri bandarísku sveitinni eru síðan spilarar sem urðu bandaríkjameistarar í junior-flokk fyrir skemmstu. 

200 manns á nýliðanámskeið

„Það hefur komið skemmtilega á óvart að skráningar hafi farið fram út bjartsýnustu vonum auk þess sem mjög margir spilarar erlendis frá hafa boða þátttöku sína á næsta ári svo að hátíðin á næsta ári mun verða enn stærri,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridssambandsins. 

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridssambandsins.
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridssambandsins. Ljósmynd/Aðsend

Hann segir einnig skemmtilegt að fylgjast með auknum áhuga á brids á Íslandi og vitundavakningu á skemmtanagildi þess. 

„Til dæmis eru um 200 mann skráðir á nýliðanámskeið hjá sambandinu í febrúar og mars, við þurftum að bæta við tveimur námskeiðum til að anna eftirspurn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert