Samskip neita að hafa flutt hvalkjöt

IFAW kallar Kristján Loftsson síðasta hvalveiðimanninn á Íslandi.
IFAW kallar Kristján Loftsson síðasta hvalveiðimanninn á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markaðsstjóri Samskipa vísar á bug þeim ásökunum alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW, þess efnis að skip á vegum Samskipa flytji nú 2.576 tonn af hvalkjöti frá Íslandi til Japans.

Á vef samtakanna er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagður síðasti hvalveiðimaðurinn á Íslandi. Fullyrt er þar enn fremur að hann flytji nú 2.576 tonn af hvalkjöti til Japans með Samskipum. 

Kristján er gagnrýndur fyrir vikið en flutningafyrirtækið sömuleiðis, í ljósi yfirlýsingar þess frá árinu 2013 um að félagið ætli sér ekki að flytja hvalkjöt framvegis.

Tengist Samskipum ekkert

„Þetta tengist Samskipum ekki neitt, ekki á neinn hátt,“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, í samtali við mbl.is og kveðst áður fengið fyrirspurn um málið.

Þannig þetta er ekki rétt sem IFAW segir?

„Nei. Það þarf að kanna þetta eitthvað betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert