Samskip neita að hafa flutt hvalkjöt

IFAW kallar Kristján Loftsson síðasta hvalveiðimanninn á Íslandi.
IFAW kallar Kristján Loftsson síðasta hvalveiðimanninn á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Markaðsstjóri Samskipa vísar á bug þeim ásökunum alþjóðlegu dýraverndunarsamtakanna IFAW, þess efnis að skip á vegum Samskipa flytji nú 2.576 tonn af hvalkjöti frá Íslandi til Japans.

Á vef samtakanna er Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., sagður síðasti hvalveiðimaðurinn á Íslandi. Fullyrt er þar enn fremur að hann flytji nú 2.576 tonn af hvalkjöti til Japans með Samskipum. 

Kristján er gagnrýndur fyrir vikið en flutningafyrirtækið sömuleiðis, í ljósi yfirlýsingar þess frá árinu 2013 um að félagið ætli sér ekki að flytja hvalkjöt framvegis.

Tengist Samskipum ekkert

„Þetta tengist Samskipum ekki neitt, ekki á neinn hátt,“ segir Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, í samtali við mbl.is og kveðst áður fengið fyrirspurn um málið.

Þannig þetta er ekki rétt sem IFAW segir?

„Nei. Það þarf að kanna þetta eitthvað betur.“

mbl.is