Aflýsa og seinka millilandaflugi fyrir hádegi

Töluverðar raskanir eru á flugsamgöngum vegna veðurs í dag.
Töluverðar raskanir eru á flugsamgöngum vegna veðurs í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Töluverðar raskanir eru á flugsamgöngum vegna veðurs í dag. Á vef Isavia má sjá að búið er að aflýsa eða seinka flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli sem voru á áætlun fyrir hádegi í dag.

Í tilkynningu frá Icelandair til farþega kemur fram að búið sé að aflýsa öllum flugferðum til og frá Evrópu.

Þá virðist flugfélagið Play hafa seinkað flestum flugferðum sem áttu að fara í morgun þangað til síðdegis í dag.

Gular og appelsínugular veðurviðvaranir eru á suðvesturhorni landsins í dag. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hvellurinn verði vestur á Suðurlandi og Faxaflóa og nái hámarki undir hádegi í dag.

mbl.is