Farþegar Icelandair gáfu reiðinni útrás á Twitter

Margir þurftu lengi að bíða í dag.
Margir þurftu lengi að bíða í dag. Ljósmynd/Icelandair

Fjöldi farþega sem var um borð einhverra þeirra Icelandair-véla sem ekki tókst að tæma við lendingu á Keflavíkurflugvelli í morgun hefur harðlega gagnrýnt viðbrögð flugfélagsins og flugvallarins.

Líkt og greint hefur verið frá lentu átta flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þær komu allar frá Norður-Ameríku.

Erfiðlega tókst að tæma vélarnar sökum mikils vinds á flugvellinum. Dæmi er um að fólk hafi setið inn í flugvél í sautján klukkutíma.

Hér að neðan má sjá tíst frá farþegum vélanna. Farþegarnir lýsa því að meðal annars hafi matur og vatn um borð klárast og að ekki hafi verið hægt að nota salernin.

Ekki voru þó allir á sama máli um þjónustu flugfélagsins, eins og farþeginn Gréta María Valdi­mars­dótt­ir greindi frá í samtali við mbl.is fyrr í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert