Veðurviðvaranir gefnar út fyrir allt landið

Veðurviðvaranir verða í öllum landshlutum í dag.
Veðurviðvaranir verða í öllum landshlutum í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðvaranir í öllum landsfjórðungum í dag.

Það geng­ur á með hvassviðri eða stormi um allt land og með mjög lé­legu skyggi í dimm­um élj­um. Fólki er bent á að sýna var­kárni og fylgj­ast með veður­spám og færð. Hvell­ur­inn verður verst­ur á Suður­landi og Faxa­flóa og í há­marki und­ir há­degi.

Uppfært klukkan 10:05

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni verða veðurviðvaranir í öllum landshlutum í dag.

Skoða að loka Reykjanesbrautinni

Appelsínugul veðurviðvörun er á suðvesturhorni landsins þar sem búið er að spá Suðvestan og vestan 18 til 28 m/s með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni. Líkur eru á samgöngutruflunum.

Búið er að loka vegum víða á landinu og er til skoðunar hvort að loka þurfi Reykjanesbrautinni en búast má við miklu hvassviðri og blindu.

Svona leit kortið út fyrir skömmu en Veðurstofa Íslands hefur …
Svona leit kortið út fyrir skömmu en Veðurstofa Íslands hefur uppfært það og eru viðvaranir í öllum landshlutum í dag. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert